Þekkir þú muninn á mandarínum og klementínum?

Mandarínur og klementínur eru eins en samt ekki.
Mandarínur og klementínur eru eins en samt ekki. mbl.is/Colourbox

Hver er munurinn? Það getur reynst erfitt að þekkja í sundur mandarínur og klementínur. Og oftar en ekki tökum við þessum tveim ávöxtum sem þeim sama.  

Klementínur eru mandarínutegund en mandarínur rekja uppruna sinn til Kína og vaxa á trjám. Nafnið mandarín er dregið af þeim klæðnaði sem starfsfólk við dómsstólana í Kína gekk í á sínum tíma.

Klementínur uppgötvast aftur á móti í Frakklandi í kringum 1900 þegar prestur að nafni Pére Clément ræktaði nýja sort af mandarínum sem síðan fengu nafnið klementínur í höfuð á prestinum. Hugsunin hjá honum var að rækta tegund sem innihéldi ekki eins mikið af kjörnum eins og mandarínur gera.

En hvernig þekkjum við ávextina í sundur? Fyrst af öllu, þá er auðveldara að taka börkin utan af mandarínum þar sem börkurinn á klementínum er þynnri og því erfiðari að ná af. Mandarínur eru með þykkari börk sem þú nærð næstum af í heilu lagi. Aftur á móti eru klementínur með nánast enga kjarna og eru aðeins sætari á bragðið. Klementínur eru einnig aðeins ljósari á litinn en mandarínur.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert