Forrétturinn sem fólk féll fyrir

Kristinn Magnússon

Við hér á ristjórn Matarvefsins höfum farið mikinn undanfarnar vikur í eldamennsku fyrir jólin og leit afraksturinn dagsins ljós í Hátíðamatarblaði Matarvefsins sem unnið var með Hagkaup.

Meðal forrétta sem við vorum með uppskriftir að var þessi snilldar tartar. Í hann er notað tvíreykt hangikjöt en við prófuðum líka að nota grafinn nautavöðva sem kom líka ofboðslega vel út. Hér er uppskriftin og njótið vel.

Hátðíðamatarblað Hagkaups er hægt að nálgast HÉR.

Hangikjöts-tartar
  • 300 g tvíreykt hangikjöt
  • 2 litlir skalottlaukar
  • ½ lítill rauður chili, fræhreinsaður
  • 1 msk. graslaukur
  • ¼ stk. grænt eplisítrónu
  • olía
  • salt (við notuðum Norðursalt)

Aðferð:

Allt skorið mjög smátt og blandað saman í skál, sítrónuolía sett út í ogsmakkað til með salti. Tartarinn er síðan borinn fram á laufabrauði með piparrótarsósu og spírum.

Uppskrift: Aníta Ösp Ingólfsdóttir

Kristinn Magnússon
mbl.is