Svona brúnar þú kartöflur án þess að brenna þær

Það reynist sumum erfitt að ná tækninni með að brúna …
Það reynist sumum erfitt að ná tækninni með að brúna kartöflur, en við erum með réttu ráðin við því. mbl.is/Colourbox

Klukkan er að slá sex á aðfangadag og enn eitt árið brenna brúnuðu kartöflurnar við á pönnunni – glatað! Farðu eftir þessum ráðum og þú munt leika þér að þessu hér eftir.

Svona brúnar þú kartöflur án þess að brenna þær

  • 700-800 g soðnar litlar kartöflur
  • 5-6 msk. sykur
  • 2 msk. smjör
  • Sítrónutimían

Aðferð:

  1. Settu soðnu kartöflurnar í sigti og heltu smá köldu vatni yfir. Leyfðu kartöflunum að vera rakar en ekki blautar þegar þær fara á pönnuna. Þannig helst sykurinn betur á kartöflunum þegar hann karamelluserast á pönnunni.
  2. Bræddu sykurinn á pönnu á jöfnum hita þar til gylltur að lit. Bættu þá smjörinu út á og hrærðu í með trésleif þar til myndast flottur massi.
  3. Bættu kartöflunum út á pönnuna og veltu þeim varlega upp úr karamellunni í 10-15 mínútur.
  4. Settu kartöflurnar í skál og stráðu sítrónutimían yfir.
mbl.is