Waldorf-salat Hrefnu Sætran

Ljósmynd/Björn Árnason

Jæja gott fólk. Þið vitið að ef við kennum waldorf-salat við Hrefnu þá er það eitthvað spes. Og hér er engu logið. Frú Sætran veldur ekki vonbrigðum frekar en fyrri daginn en uppskriftin er úr Hátíðamatarblaði Matarvefsins sem við hér á Matarvefnum unnum með Hagkaup.

Hægt er að nálgast eintak af blaðinu (á pdf-formati) HÉR en þetta salat var einmitt með hreindýrasteikinni hennar Hrefnu.

Peru- og bláberja-waldorf-salat

  • 2 perur
  • 200 g bláber
  • 150 g mæjónes
  • 6 msk. flórsykur
  • 100 g þurrkuð kirsuber
  • 100 g heslihnetur, muldar
  • Smá þeyttur rjómi

Aðferð:

Skerið perurnar í litla bita og bláberin i tvennt ef þau eru það stór að það sé hægt.

Blandið mæjónesinu og flórsykrinum saman í skál og blandið öllu út í nema þeytta rjómanum. Blandið svo þeytta rjómanum varlega saman við í lokin.

*Það þarf ekki að fylgja þessari uppskrift nákvæmlega – ef það fer meira eða minna af einhverju eða þið finnið ekki kirsuber heldur bara þurrkuð trönuber þá er það alveg í lagi og alveg jafn gott.

Ljósmynd/Björn Árnason
mbl.is