Nói Síríus svarar kalli neytenda

Nói Síríus var að senda frá sér litskrúðuga og fallega öskju sem inniheldur blandaða mola - Síríus Súkkulaðimola.

Í honum eru sex tegundir; Síríus rjómasúkkulaði með bismark, Síríus rjómasúkkulaði með súkkulaðiperlum, Hreint Síríus rjómasúkkulaði, Síríus rjómasúkkulaði með karamellu og sjávarsalti, Síríus rjómasúkkulaði með appelsínu bragði og loks dökkur moli með karamellu og sjávarsalti.

Að sögn Helgu Beck, markaðsstjóra Nóa, er askjan tilkomin vegna fjölda áskorana neytenda. „Við höfum í gegnum tíðina fengið fjölda fyrirspurna um rjómasúkkulaðimola til að setja á veisluborðið svo við ákváðum að svara kallinu. Þetta er askja sem hentar virkilega vel fyrir alla aldurshópa og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi," segir Helga.

„Síríus súkkulaðimolarnir eru gott dæmi um hversu mikið fjör getur verið hjá okkur fyrir jólin! Við ætluðum upphaflega að setja þessa vöru á markað um miðjan nóvember en við lentum í seinkunum út af ákveðnum hráefnum sem komu seinna en áætlað var til landsins og svo horfði við að þetta næðist jafnvel ekki fyrir jól. Það var hins vegar búið að fréttast á markaðnum að þessi vara væri vætanleg og eftirvæntingin leyndi sér ekki þannig að við urðum að sjálfsögðu að standa undir því! Við settum allt á fullt en þetta rétt hófst hjá okkur og við erum virkilega stolt af þessari vöru," segir Helga að lokum. 

mbl.is