Koníaksdesert sem mun heilla gestina

Koníaksdesert sem slær í gegn.
Koníaksdesert sem slær í gegn. mbl.is/Mainlifestyle.com_Betina Hastoft

Það er geggjað að mæta með eftirrétt á borðið sem slær í gegn – en þessi er einn af þeim. Hér erum við að bjóða upp á koníaksmús með möndlumulningi sem kitlar bragðlaukana.

Koníaksdesert sem mun heilla gestina (fyrir 6)

Möndlumulningur:

  • 130 g sykur
  • 80 g möndlur, saxaðar

Koníaksmús:

  • 200 g dökkt súkkulaði
  • 30 g smjör
  • 4 egg
  • 50 g sykur
  • 1 lítið koníaksglas

Aðferð:

Möndlumulningur:

  1. Bræðið sykurinn þar til hann verður að gylltri karamellu. Bætið þá möndlunum út í og leyfið þeim að ristast með í 2-3 mínútur.
  2. Hellið öllu á bökunarpappír og látið alveg kólna.
  3. Saxið gróflega með beittum hníf.

Koníaksmús:

  1. Bræðið súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði.
  2. Skiljið eggjahvíturnar frá eggjarauðunni og pískið hvíturnar stífar.
  3. Pískið eggjarauðurnar og sykurinn saman þar til kremkennt og hvítt.
  4. Hrærið súkkulaðiblöndunni saman við koníakið og pískuðu eggjarauðurnar. Veltið að lokum stífþeyttu hvítunum saman við.
  5. Setjið möndlumulning í botninn á 6 glösum og fyllið upp með koníaksmús.
  6. Skreytið með möndlumulningi á toppinn og setjið í kæli í það minnsta 3 tíma.
  7. Takið músina úr kæli um hálftíma áður en bera skal fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert