Stærstu mistökin sem fólk gerir um jólin

Jólamatur.
Jólamatur.

Einmitt núna liggja ansi margir á meltunni og eru frekar þrútnir og bólstraðir eftir átið í gær. Og það mun halda áfram því jólaveislan nær hámarki á flestum bæjum í dag.

Flestir breyta algjörlega um mataræði um hátíðarnar og smákökur, konfekt, reyktur matur, sósur, sykur og sætabrauð eru ráðandi á matseðlinum. Lítið fer fyrir grænmeti.

Stærstu mistökin sem fólk gerir í þessum aðstæðum er að gleyma því að drekka nóg af vatni (jólaöl telst ekki með). Munið að drekka nóg af vökva, taka magnesíum á kvöldin og reyna eins og þið getið að borða ekki of mikið.

Farið jafnframt í gönguferð og njótið jólanna.

Ást og friður til ykkar allra,

ritstjórn Matarvefsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert