Svona kælir þú kampavín á augabragði

Gleymdist að kæla búblurnar? Teygðu þig í saltið og málinu …
Gleymdist að kæla búblurnar? Teygðu þig í saltið og málinu er reddað. mbl.is/Colourbox

Það er algjörlega skiljanlegt að eitthvað gleymist í undirbúningi nýja ársins og þar með talið að kæla kampavínið. En ekki örvænta – við kunnum ráð við því.

Kampavín á að vera um 8-12 gráður þegar það er borið fram og ef þú hefur gleymt að setja flöskuna í kæli deginum áður, þá þarft að teygja þig í saltið.

Fylltu ísfötu með klökum og vatni og bættu við 2 msk af salti. En þessi blanda mun setja flöskuna í rétt hitastig á innan við 30 mínútum.

Ísmolarnir eru nefnilega ekki þeir sem luma á öllum trixunum, því kalda vatnið hjálpar þar til og saltið lækkar frostpunktinn á vatninu til munar. Sjáið bara til þess að flaskan sé að mestu leyti hulin vatni og ísmolum á meðan þið kælið hana.

Gleðilegt nýtt ár!
Gleðilegt nýtt ár! mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert