Rándýrt útlit á þessu eldhúsi

Ljósmynd/Nordic Design

Hér gefur að líta forkunnarfagurt finnskt eldhús sem kemur einstaklega vel út. Fallegur viðurinn nýtur sín í rýminu sem er vel skipulagt. Hvítir og ljósgráir tónar blandast vel við og má segja að eldhúsið sé einstaklega róandi ef svo má að orði komast.

Útlitið á þessu eldhúsi er það sem við myndum kalla rándýrt. Það þýðir ekki endilega að keypt hafi verið dýrasta hráefnið heldur að hugað er að hverju smáatriði. Innfelldar hillur, búið að loka plássinu fyrir ofan skápana og þar fram eftir götunum. Smáatriðin eru nefnilega allt þegar kemur að þessu rándýra lúkki sem við erum svo hrifin af en hægt er að ná því á einfaldan hátt.

Heimild: Nordic Design

Ljósmynd/Nordic Design
Ljósmynd/Nordic Design
Ljósmynd/Nordic Design
mbl.is