Hefðirnar hjá bresku konungsfjölskyldunni

Drottningin byrjar alltaf á því að tala við gestinn sem …
Drottningin byrjar alltaf á því að tala við gestinn sem situr henni á hægri hönd og snýr sér að gestinum sér á vinstri hönd þegar réttur númer tvö er borinn á borð. mbl.is/Delish.com

Það eru margar hefðirnar hjá bresku konungsfjölskyldunni og eflaust einhverjar sem sumir eiga erfitt með að skilja. Það er til að mynda bannað að spila Monopoly sem þykir eitt vinsælasta fjölskylduspilið og enginn í konungsfjölskyldunni má taka selfie myndir. Er þau ferðast erlendis þurfa þau að hafa með sér svartan klæðnað ef dauðsfall kemur upp á meðan þau ferðast og það er bannað að ganga um með loðfelld af einhverju tagi, en sú regla hefur verið ítrekað brotin.

Hér eru nokkrar fleiri staðreyndir um hefðir og venjur konungsfjölskyldunnar:

  • Þegar konungsfjölskyldan borðar saman, þá má enginn halda áfram að borða eftir að drottningin hefur lokið sinni máltíð.
  • Fjölskyldan má ekki borða skelfisk, einfaldlega vegna þess að hann gæti gefið þeim matareitrun.
  • Í veislum er öllum gestum raðað niður af mikilli nákvæmni. Hér eru ýmsir faktorar teknir í spilið, eins og aldur, tungumál og áhugamál hvers og eins.
  • Í matarboðum byrjar drottningin á því að tala við persónuna sem situr henni á hægri hönd. Þegar réttur tvö kemur á borðið, snýr hún sér að gestinum sem situr vinstra megin við hana.
  • Ef veisla er haldin eftir klukkan 18 ber öllum konum að skipta út höttum fyrir kórónur eða annað höfuðdjásn.
  • Drottningin borðar Cornflakes alla morgna og drekkur te samhliða því.
  • Sagan segir að drottningin þoli ekki hvítlauk og því megi enginn matur innihalda hvítlauk í höllinni. Eins er hún ekki hrifin af kartöflum, hrísgrjónum né pasta.
  • Ef drottningin er í matarboði og hún leggur töskuna sína upp á borð, þá þarf boðinu að ljúka innan við 5 mínútna.
  • Ef einhver úr konungsfjölskyldunni þarf að standa upp frá matarborðinu en hafa ekki lokið við matinn, þá leggja þau hnífapörin í kross á disknum til að diskurinn verði ekki fjarlægður. Ef þau hafa lokið við að borða þá leggja þau hnífapörin á ská með skaftið niður hægra megin á disknum.
Það eru margar hefðirnar og reglurnar hjá bresku konungsfjölskyldunni - …
Það eru margar hefðirnar og reglurnar hjá bresku konungsfjölskyldunni - og margar þeirra eigum við erfitt með að skilja. mbl.is/Delish.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert