Eldhústrendin sem eru á leiðinni út

Marmarinn þykir of viðhaldsfrekur.
Marmarinn þykir of viðhaldsfrekur. mbl.is/Pinterest

Sérfræðingarnir hafa tekið saman þau eldhústrend sem hafa verið ofur vinsæl undanfarin ár en munu hægt og rólega víkja á komandi árum. Það er gott að hafa þetta í huga ef það á að fara að endurnýja eldhúsið því eldhús eru mikil fjárfesting og þar vijum við ekki stíga nein feilspor.

Marmari. Þykir of viðhaldsfrekur og erfiður. Mun alltaf þykja fallegur en á heima hjá þeim sem eru með teymi fólks til að sjá um heimilisþrifin. 
Hvít eldhús eru á undanhaldi.
Hvít eldhús eru á undanhaldi. Ljósmynd/TheKitch
Hvít eldhús. Mínimalísminn er á dauður og persónuleg eldlhús eru málið. Þetta er mjög ruglingslegt og töluvert ósannfærandi en hvítt er út.
Subway flísarnar eru búnar...
Subway flísarnar eru búnar... Ljósmynd/TheKitch
 
Hvítar subway flísar. Hver elskar ekki hvítar subway flísar? Alheimurinn. Því miður. Þær eru víst á leiðinni út einhverra hluta vegna en við fengum ekki minnisblaðið um það.
Iðnaðarlýsingin þykir víst ekki engur kúl.
Iðnaðarlýsingin þykir víst ekki engur kúl. Ljósmynd/TheKitch
Iðnaðarljós. Stóru grófu ljósin þykja ekki töff lengur. Því miður. 
Þetta er í lagi ef þú átt koparpotta. Annars ekki.
Þetta er í lagi ef þú átt koparpotta. Annars ekki. Ljósmynd/TheKitch
Pottagrindur. Þótti smart en fyrir þá sem eiga ekki vel pússaða koparpotta er þetta vond hugmynd. Við tökum undir það.
Stálið út!
Stálið út! Ljósmynd/TheKitch
Heimilstæki úr stáli. Hér kvartar fólk einna helst undan fingraförum og það má vel taka undir það. Eins hefur stálið verið að víkja fyrir svörtum heimilistækjum sem eru sjóðheit þessi dægrin. Stálið er sumsé ekki málið!
Krítarmálningin er á undanhaldi.
Krítarmálningin er á undanhaldi. Ljósmynd/TheKitch
Krítarmálning. Var sjúklega töff (og er enn) en það fá allir leið á krítarmálningunni á endanum (nema þú búir í frönsku sveitahúsi). Góðu fréttirnar eru að það er hvorki dýrt né flókið að mála yfir vegginn.
Opin eldhús eru ekki lengur málið.
Opin eldhús eru ekki lengur málið. Ljósmynd/TheKitch
Opin eldhús. Einhverjir vilja meina að þetta hafi verið góð hugmynd sem gekk ekki upp. Við séum orðin leið á að horfa á uppvaskið og draslið. Sá sem það sagði átti ekki iðnaðaruppþvottavél en við getum að vissu leyti tekið undir þetta. 
mbl.is