Þetta borðar Kate Middleton daglega

Kate Middleton er frábær kokkur og stendur vaktina daglega í …
Kate Middleton er frábær kokkur og stendur vaktina daglega í eldhúsinu þrátt fyrir að hafa kokk í húsinu. mbl.is/WPA Pool / Getty Images

Matarvenjur hertogaynjunnar hafa ekki breyst mikið þó að hún tilheyri nú bresku konungsfjölskyldunni. Hin 37 ára Kate Middleton er með fullt hús af kokkum og þjónum en stendur oftast vaktina sjálf í eldhúsinu.

Kate útbýr flestallan mat sem þau Vilhjálmur prins og börnin þeirra þrjú borða daglega, að sögn Carolyn Robb, sem starfað hefur sem kokkur í Kensington-höll í tvo áratugi. Enda kemur Kate úr ósköp eðlilegri fjölskyldu. Vilhjálmi þykir afar notalegt að borða með tengdafjölskyldu sinni þar sem setið er við eldhúsborðið eins og flestallar fjölskyldur eru vanar — ekki við stórt langborð í höll.

Það er óhætt að segja að Kate sé lunkin við eldhússtörfin, því eftir að hún kynntist Vilhjálmi og fagnaði fyrstu jólunum með drottningunni sjálfri stóð hún ráðþrota frammi fyrir því hvað hún ætti að gefa henni í jólagjöf. Kate ákvað að útbúa chutney með indversku kryddi eins og amma hennar var vön að gera. Í viðtali sagði hún að gjöfin hefði örugglega fallið vel í kramið því kryddmaukið var komið á matarborðið daginn eftir.

Þetta fær Kate sér á morgnana
Hún blandar vítamínblöndu í smoothie sem inniheldur romainesalat, spírúlínu, grænkál, matcha, kóríander og bláber.  

Hádegismatur
Kate heldur áfram að borða ríkulega af hollum og góðum mat og heldur sig við salat og árstíðabundna ávexti. Fréttaljósmyndarar náðu myndum af hertogaynjunni kaupa sjálf í matinn í versluninni Waitrose á síðasta ári, þar sem mikið grænmeti og ávexti var að finna í búðarkörfunni.

Kvöldmatur
Á kvöldin er oftar en ekki grillaður kjúklingur en það er það allra besta sem Vilhjálmur fær að borða. Skötuhjúin hafa sagt að það sé upphafið að fullkomnu kvöldi. Og oftar en ekki mætti Harry prins í steiktan kjúkling áður en Meghan Markle kom til sögunnar.

Kate eldar oftar en ekki grillaðan kjúkling fyrir prinsinn, en …
Kate eldar oftar en ekki grillaðan kjúkling fyrir prinsinn, en það er í miklu uppáhaldi hjá William. mbl.is/Pool/Samir HusseinGetty Images
mbl.is