Kaka með kampavínsrjóma sem slær öll met

Þessi bomba er alveg stórkostleg! Súkkulaði og kampavínsrjómi - hvar …
Þessi bomba er alveg stórkostleg! Súkkulaði og kampavínsrjómi - hvar endar þetta eiginlega? mbl.is/Alt.dk_Tia Borgsmidt

Ein stórkostlegasta kaka sem þú hefur smakkað var að koma úr ofninum, en það er súkkulaðikaka með kampavínsrjóma. Hversu fullkomið hljómar það?

Kaka með kampavínsrjóma sem slær öll met

Botnar:

  • 150 g smjör
  • 250 g dökkt súkkulaði
  • 300 g sykur
  • 4 egg
  • 150 g hveiti
  • 2 msk. kakó
  • ½ tsk. lyftiduft

Kampavínsrjómi:

  • 2 dl kampavín
  • 100 g sykur
  • 4 dl rjómi

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið í potti og takið af hitanum.
  2. Saxið súkkulaðið og bræðið það í smjörinu Pískið sykur og egg saman í sirka 2 mínútur og blandið súkkulaðiblöndunni því næst saman við.
  3. Blandið hveiti saman við kakó og lyftiduft og setjið út í deigið. Hellið því næst deiginu í þrjú form klædd bökunarpappír, 22 cm. Bakið botnana við 175° í 25 mínútur.
  4. Krem: Blandið kampavíni og sykri saman í skál og hrærið þar til sykurinn hefur leyst upp. Setjið skálina ofan í aðra skál með vatni og klökum. Bætið rjómanum út í og pískið í sirka 4-5 mínútur eða þar til þeytt.
  5. Setjið rjómann á milli súkkulaðibotnanna og jafnvel á toppinn. Skreytið kökuna t.d. með makrónum og berið afganginn af rjómanum fram með kökunni. Stráið smá flórsykri yfir kökuna til að setja punktinn yfir i-ið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert