Reykjavik Letterpress áramótaservíetturnar slá í gegn

Algjörlega ómissandi á áramótaborðið - servíettur og miðar þar sem …
Algjörlega ómissandi á áramótaborðið - servíettur og miðar þar sem hver og einn gestur gerir upp sitt ár. mbl.is/Reykjavík Letterpress

Stelpurnar hjá Reykjavík Letterpress eru engum líkar – enda sannkallaðir snillingar á sínu sviði. Ef einhver á eftir að kaupa sér servíettur fyrir gamlárskvöld þá eru það þessar hér.

Áramótaservíetturnar frá Letterpress eru ómissandi við matarborðið en þeim fylgja miðar þar sem hver og einn gestur gerir upp árið. Hér er tækifæri til að fara yfir hvað hefur gerst á árinu, hvað var gott og hvað má betur fara – og setja sér markmið fyrir komandi ár.

Letterpress býður einnig upp á merkimiða af ýmsum toga ásamt annars konar servíettum með áletruninni „skál“ – en það er akkúrat það sem við munum gera þetta stærsta kvöld ársins. Vörurnar eru til sölu í Hagkaup, Kokku og Epal svo eitthvað sé nefnt.

Við styðjum íslenska hönnun í öll mál.

Servíettur, merkimiðar og spjöld frá snillingunum hjá Reykjavík Letterpress.
Servíettur, merkimiðar og spjöld frá snillingunum hjá Reykjavík Letterpress. mbl.is/Reykjavík Letterpress
mbl.is/Reykjavík Letterpress
mbl.is