Bestu ráðin við þynnku

Var gaman í gær? Það getur verið erfitt að takast …
Var gaman í gær? Það getur verið erfitt að takast á við daginn þegar gærkvöldið fór aðeins úr böndunum. mbl.is/Colourbox

Einum of margir kokteilar í gær? Það getur reynst erfitt að hætta að skála í glösum þegar gleðin er við völd - og morgundagurinn verður seinni tíma vandamál.

Það er þvi miður ekkert sem er vísindalega sannað til að lækna þynnku, þó að sumur matur hjálpi til við að ná betri líðan í kroppnum. En gott er að ná blóðsykrinum aftur upp og sofa.

Skyndibiti
Flest okkar sækjumst í „sveittan“ mat eftir fjöruga kvöldstund en það er alls ekki það sem við eigum að borða. Því fitugur matur er betri fyrir þig áður en þú byrjar að lyfta glösum, þar sem djúpsteiktur matur ertir frekar magann en hitt. Því er hamborgari, pizza og taco mun betra áður en áfengið nær að festa sig í blóðrásinni og mettar magann meira sem fær þig einnig til að drekka minna.

Einn á móti einum
Sjáðu til þess að drekka nóg af vatni yfir kvöldið. Vefir sem umlykja heilann og eru að mestu úr vatni, geta hlotið vökvaskort við áfengisdrykkju sem valda hausverkjum. Eitt vatnsglas á móti einum drykk er frábær blanda og þú munt sannarlega finna muninn daginn eftir.

Drykkur jafnast aldrei á við mat
Þó að bjór innihaldi nóg af kalóríum er ekki samasem merki um að það sé léttur réttur! Að drekka á tómum maga er aldrei skynsamlegt. Borðið alltaf áður en flaskan er opnuð.

Á ljósum nótum
Það er staðreynd að dökkir drykkir á við rauðvín og viskí valdi meiri þynnku en ljósir drykkir eins og vodka og hvítvín.

Vítamínbomba
Við missum töluvert af steinefnum er við neytum áfengis. Taktu fjölvítamín sem innihalda m.a. B12 til að ná upp því sem þú tapaðir með drykkjum gærkvöldsins.

Namaste!
Rannsakendur út í heimi vilja meina að nokkrar sólarhyllingar í yoga og hugleiðsla muni hjálpa líkamanum að slaka á, súrefnið byrjar að flæða um líkamann og blóðið fer af stað. Það er því gott að stunda jóga ef maður er pínu timbraður. 

Ferskt loft
Það jafnast ekkert á við ferska loftið. Reyndu að drífa þig út úr húsi í göngutúr eða út að hjóla – það mun laga allt, heilsuna og andlega líðan.

Eina lausnin við þynnku
Hin eina sanna lausn við þynnku er einfaldlega sú að sleppa því alfarið að drekka áfengi. Þú munt alltaf vakna fersk/ur eftir slíka kvöldstund.

mbl.is/Colourbox
mbl.is