Búist við metþáttöku í Veganúar

Margir kjósa að vera grænkerar.
Margir kjósa að vera grænkerar. AFP

Samtök grænkera á Íslandi standa fyrir viðburðinum eða áskoruninni Veganúar annað kvöld í sjötta skiptið. Búist er við metþáttöku í ár því á síðasta ári „var mikil vakning í heiminum vegna umhverfismála og ekki síst um kosti vegan lífsstíls fyrir umhverfið,“ segir í tilkynningu. 

Veganúar miðar að því að „vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti grænkerafæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd,“ segir ennfremur í tilkynningu. 

Kynningarfundur verður haldinn í Bíó Paradís 2. janúar. Húsið opnar klukkan 19:00 en fundurinn hefst kl. 20. Textatúlkun á ensku verður einnig á skjá.

Sjá nánar hér.

Dagskrá veganúar.
Dagskrá veganúar. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert