302 hitaeininga uppskriftin sem er æðisleg

Ljósmynd/Women´s Health
Það er kominn janúar og þá borðum við bara hágæðamat sem nærir líkama og sál. Hér erum við með dásemdarblómkálsrétt sem inniheldur eingöngu 302 hitaeiningar. Hver elskar ekki svoleiðis mat?
Brjálæðislega góð blómkálssteik Fyrir tvo
 • 1 stór blómkálshaus
 • 1 tsk. kummín
 • 4 msk. ólífuolía
 • 1/4 bolli fínt saxað kóríander
 • 1/4 bolli fínt söxuð steinselja
 • 2 msk. rauðvínsedik
 • 1 lítill hvítlauksgeiri, kraminn
 • salt (við notum Norðursalt)
Aðferð:
 1. Hitið ofninn í 220 gráður. Skerið tvær sneiðar í miðju blómklálsins — hvor um sig um 2,5 sentimetrar. Geymið afganginn.
 2. Blandið saman kummíni og 1 msk. af olíu og penslið blómkálið með því. Sáldrið 1/4 tsk salti yfir.
 3. Hitið 1 msk. olíu á pönnu sem þolir að fara inn í ofn. Steikið blómkálið í þrjár mínútur.
 4. Snúið blómkálinu við og setið pönnuna inn í ofn þar til stilkurinn á blómkálinu er mjúkur í gegn. Þetta ættu að vera 15-20 mínútur.
 5. Blandið saman hráefnunum sem eftir eru, þar á meðal olíunni, auk 1/2 tsk. af salti. Ausið yfir „steikurnar“.
Uppskrift: Women's Health
mbl.is