Eina ráðið til að halda blómunum ferskum

Fallegur blómvöndur gerir mikið fyrir heimilið. En hvernig er best …
Fallegur blómvöndur gerir mikið fyrir heimilið. En hvernig er best að halda honum ferskum?

Á meðan flestallar húsmæður og -feður landsins hafa skrúbbað heimilið með sítrónum í gegnum árin er lime ekki síður jafn áhrifamikill sítrusávöxtur sem getur einnig sín trix. Lime er nefnilega ekki bara viðbót út í drykk á næsta bar. Hann má einnig nota við þrif á örbylgjuofninum, sem ilmsprey fyrir heimilið og margt margt fleira.

Haltu blómunum ferskum
2 tsk. af limesafa, 1 tsk. af klór og 1 tsk. af sykri er ekki blanda að næsta kokteil, heldur blanda út í blómavasann þinn sem mun halda blómvendinum ferskum og flottum í lengri tíma. Klórinn drepur bakteríur, sykurinn nærir blómin og limesafinn mun gera vatnið basískt. Eða hin fullkomna blanda fyrir vöndinn.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert