Salatið sem þú getur ekki hætt að borða

Þú munt ekki geta lagt frá þér gaffalinn er þú …
Þú munt ekki geta lagt frá þér gaffalinn er þú smakkar á þessu salati. mbl.is/Howsweeteats.com

Hér er einn af þessum réttum sem þú getur setið endalaust með skálina fyrir framan þig og nartað í þótt þú sért löngu búinn að fá nóg. Hvernig er hægt að standast ostafyllt tortellini með öllum heimsins bestu hráefnum?

Salatið sem þú getur ekki hætt að borða

 • 450 g ostafyllt tortellini
 • 1 krukka sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
 • 3 bollar grænkál
 • ¼ bolli fetaostur
 • 3 msk. graskersfræ
 • 2 msk. ferskt kóriander

Dressing:

 • 3 msk. límónusafi
 • 1,5 msk. hunang
 • ¼ bolli ferskt kóríander
 • 2 hvítlauksrif, marin
 • ¼ tsk. salt
 • ¼ tsk. pipar
 • Rauðar piparflögur
 • ⅓ bolli ólífuolía

Aðferð:

 1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum og veltið því svo saman við grænkálið og sólþurrkuðu tómatana. Dreypið smá dressingu yfir og veltið saman.
 2. Bætið ostinum saman við graskersfræin og bætið við kóríander eftir þörfum. Saltið og piprið.
 3. Berið fram heitt eða kalt. Bragðast jafnvel betur eftir að hafa fengið að standa í smá tíma í kæli.
 4. Dressing: Setjið límónusafa, hunang, hvítlauk, kóríander, salt, pipar, piparflögur og ólífuolíu saman í blandara og blandið vel saman. Dressingin geymist vel í nokkra daga í ísskáp í lokuðu íláti.
mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is
Loka