Brauð & co býður afslátt af nýbökuðu brauði

Ljósmynd/Brauð & co

Hver elskar ekki nýbakað brauð í morgunsárið? Snillingarnir hjá Brauði & co hafa nú stigið skemmtilegt skref í umhvefismálum og bjóða nú viðskiptavinum sínum að kaupa fjölnota poka undir brauðið. Pokinn kostar 1.200 krónur en fyrir vikið færðu alltaf 10% afslátt af brauðinu þínu. Það þýðir að ef þú ert fastakúnni verður pokinn fljótur að borga sig auk þess sem það er alltaf gaman að spara!

Vel gert Brauð & co!

mbl.is