Bjóða flatar vínflöskur úr endurunnu plasti

Ljósmynd/Garcon Wines

Framtíðin er mætt og það í formi vínflösku en þau gleðitíðindi berast nú að vínframleiðandinn Garcon Wines hafi hafið sölu á flötum vínflöskum sem séu alfarið gerðar úr endurunnu plasti og komist inn um hefðbundna bréfalúgu.

Fyrir okkur Íslendinga gagnast það lítið að þær komist inn um póstlúguna en erlendis er algengt að fólk panti sér áfengi heim að dyrum. Nú kemst vínið sumsé formlega inn um dyrnar þótt enginn sé heima og það hljóta að teljast góð tíðindi.

Við bíðum auðvitað spennt eftir að fá þessa snilld hingað heim.

Hægt er að skoða heimasíðu Garcon Wines HÉR.

Ljósmynd/Garcon Wines
Ljósmynd/Garcon Wines
Ljósmynd/Garcon Wines
Ljósmynd/Garcon Wines
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert