Skagerak sérhannar stól fyrir veitingahús

Nýr stóll frá Skagerak, sérhannaður fyrir veitingastaðinn á Svinkløv Badehotel …
Nýr stóll frá Skagerak, sérhannaður fyrir veitingastaðinn á Svinkløv Badehotel í Danmörku. mbl.is/Skagerak

Nýr stóll frá Skagerak hefur bæst í safnið! Þetta er enginn venjulegur stóll því hann er sérhannaður fyrir veitingastaðinn á Svinkløv Badehotel í Danmörku.

Skagerak er rótgróið danskt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í sölu á viðarhúsgögnum og fylgimunum í áraraðir. Og nú er nýr stóll búinn að bætast í fjölskylduna sem ber nafnið Vester Chair.

Stóllinn er hannaður af Chris L. Halstrøm sem segist hafa unnið mikið með fókus á bakhlið stólsins, því það er bakhliðin sem maður sér ef maður horfir yfir matsalinn á veitingastaðnum. Stóllinn er stílhreinn og einfaldur á að líta, en hann er einnig með þessum litla díteil – messing-áferð sem sjá má á bakhlið stólsins, sem gerir hann aðeins meira sérstakan án þess að hann „öskri“ á athygli.

Stóllinn er hannaður af Chris L. Halstrøm fyrir Skagerak.
Stóllinn er hannaður af Chris L. Halstrøm fyrir Skagerak. mbl.is/Skagerak
Bakhlið stólsins er einstaklega falleg með messing-díteilum.
Bakhlið stólsins er einstaklega falleg með messing-díteilum. mbl.is/Skagerak
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert