38 kíló fóru með breyttu mataræði

Hanna Pech.
Hanna Pech. Ljósmynd/HealthyMummy

Þetta hljómar eins og gömul saga en hver elskar ekki góðar árangurssögur af fólki sem ákvað að gera breytingar á lífi sínu og tókst ætlunarverkið?

Hanna Pech er ein þeirra en hún var búin að eignast fimm börn á sex árum og var eðlilega orðin nokkuð lúin líkamlega enda mikið álag sem fylgir því að ganga með börn og hafa þau á brjósti. Hvað þá meðan þú hugsar um nokkur önnur lítil í leiðinni.

Fyrir 18 mánuðum síðan ákvað Hanna að reyna að setja sjálfa sig og heilsuna í forgang. Henni fannst hún of þung og hafði lítinn þrótt til að sinna öllu því sem hún þurfti að sinna.

Mataræðið var fyrst á dagskrá og hún skráði sig hjá fyrirtæki sem heitir Healthy Mummy og sérhæfir sig í að aðstoða mæður. Með aðstoð samfélagsins þar náði hún frábærum árangri og í dag eru 38 kíló farin og líkamleg heilsa Hönnu er mun betri.

Hún segist afskaplega ánægð með árangurinn en það þýði þó ekki að hún horfi á gamlar myndir af sér á neikvæðan hátt. Hún segist stolt af því hvernig líkami hennar var enda hafi hann á sex árum fætt fimm börn og haft þau öll á brjósti í tólf mánuði.

Eftir að hafa rannsakað matseðlana hjá Healthy Mummy kemur í ljóst að þarna er stuðst við hið góða meðalhóf þar sem öfgum er úthýst og áherslan er lögð á einn dag í einu. Þetta sé langhlaup og felist í allsherjaráherslubreytingu á því hvernig litið sé á líkamann. Hugað sé að vönduðu fæði, sykri sé úthýst sem og unninni fæðu. Hreyfing sé mikilvæg en í hóflegum skömmtum þó. Það sé lykillinn að árangrinum.

Heimild: HealthyMummy.com

Ljósmynd/HealthyMummy.com
mbl.is