Grunnur að góðum núðlurétti

Brokkolí, chili og kasjúhnetur er dásamlegur léttur réttur. Hér má …
Brokkolí, chili og kasjúhnetur er dásamlegur léttur réttur. Hér má bæta við núðlum og fá æðislegan núðlurétt. mbl.is/Sæson.dk

Hér er um að ræða frábæran léttan rétt – meðlæti eða grunn að góðum núðlurétti. Brokkolí með chili og kasjúhnetum er alveg geggjað gott og rífur í. Hér má bæta við hrísgrjónanúðlum til að gera fulla máltíð úr réttinum og jafnvel kjúkling fyrir þá sem vilja.

Grunnur að góðum núðlurétti (fyrir 4)

  • 400 g brokkolí
  • 75 g kasjúhnetur
  • 2 msk. ólífuolía
  • 1/4-1 stór rauður chili
  • 1 stórt hvítlauksrif, marið
  • sojasósa

Aðferð:

  1. Gufusjóðið brokkolíið í nokkrar mínútur.
  2. Hitið djúpa pönnu eða wok pönnu á meðal hita. Setjið hneturnar út á pönnuna og þurrristið þær í nokkrar mínútur. Hellið þeim yfir í skál þegar þær eru gylltar á lit.
  3. Saxið chili smátt.
  4. Setjið olíu, chili og hvítlauk á pönnu og hitið í 1 mínútu. Bætið þá ristuðu hnetunum og brokkolíinu út á og hækkið hitann – steikið áfram í 1-2 mínútur og blandið öllu saman. Kryddið með sojasósu og berið strax fram.
mbl.is
Loka