Eina snúðauppskriftin sem þú þarft að kunna

Snúðauppskrift sem þú verður að prófa - þessa muntu vilja …
Snúðauppskrift sem þú verður að prófa - þessa muntu vilja gera aftur og aftur. mbl.is/Anneauchocolat.dk

Þessi snúðauppskrift er geggjuð! Og það besta er að þú getur preppað hana daginn áður og skellt inn í ofn þegar hentar daginn eftir. Hér er í raun um kanilsnúðaköku að ræða með fyllingu sem mun slá í gegn.

Eina snúðauppskriftin sem þú þarft að kunna

  • 270 ml mjólk
  • 10 g ger
  • 40 g sykur
  • 2 egg
  • 140 g smjör
  • ½ tsk. salt
  • 650 g hveiti
  • 1 pískað egg til að pensla

Fylling:

  • 150 g smjör, mjúkt
  • 75 g sykur
  • 75 g púðursykur
  • 3 msk. kanill

Aðferð:

  1. Hitið mjólkina og bætið sykri og geri saman við. Hrærið saman.
  2. Bræðið smjörið og látið kólna örlítið. Bætið eggjum saman við og því næst smjörinu á meðan hrært er í. Því næst kemur salt og hveitið út í, smátt og smátt. Þegar allt hveitið er komið út í, látið þá vélina hnoða áfram í smá tíma.
  3. Rúllið deiginu út í ferhyrning á hveitilagt borð. Smyrjið jöfnu lagi af kreminu ofan á. Rúllið deiginu upp í langa pylsu og setjið inn í frysti í 15 mínútur. Ef deigið virkar mjög lint í sér er fínt að skera það til helminga og setja inn í frysti.
  4. Blandið öllum hráefnum saman í fyllinguna.
  5. Skerið því næst rúlluna í 22-24 snúða og raðið þeim í smurt smelluform (24 cm) og tvö minni eldföst mót eða 1 stærra. Setjið plastfilmu yfir formin og inn í ísskáp yfir nótt.

Daginn eftir:

  1. Takið snúðana úr kæli og látið standa á borði í 1,5-2,5 tíma.
  2. Hitið ofninn í 190°C á blæstri.
  3. Penslið snúðana með eggi og bakið í ofni í 30-35 mínútur þar til gylltir á lit.
  4. Berið fram nýbakað og þá gjarnan með glassúr á toppnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert