Ilmandi sveppasúpa og ostabrauð

Dásamleg sveppasúpa úr bókinni „Flere kødfrie dage” eftir Nadia Mathiassen …
Dásamleg sveppasúpa úr bókinni „Flere kødfrie dage” eftir Nadia Mathiassen sem inniheldur kjötlausar uppskriftir fyrir allt árið. mbl.is/Chris Tonnesen_ Flere kødfri dage

Þetta er ekki fyrsta né síðasta skiptið sem við munum sjá þessa súpu á borðinu – svo gómsæt er hún. Sveppasúpa í allri sinni mynd með ristuðu ostabrauði sem mettar fjóra svanga maga.

Ilmandi sveppasúpa og ostabrauð (fyrir 4)

 • 500-600 g blandaðir sveppir
 • 2 msk. smjör
 • 2 laukar
 • 3 stór hvítlauksrif
 • 1,5 dl hvítvín
 • 1 l grænmetiskraftur
 • 1 tsk. timían
 • 1-2 dl rjómi
 • Salt og pipar
 • ½ baguette
 • 2 handfylli rifinn ostur, t.d. gruyére
 • Ferskar jurtir til skrauts

Aðferð:

 1. Skerið sveppina í minni bita og brúnið þá í helmingnum af smjörinu á heitri pönnu.
 2. Saxið lauk og hvitlauk og steikið þá upp úr restinni af smjörinu í potti. Hellið hvítvíninu saman við  og látið vínið sjóða niður.
 3. Bætið þá næstum öllum sveppunum út í pottinn ásamt kraftinum og timían og leyfið suðunni að koma upp. Látið malla í 15 mínútur.
 4. Setjið rjómann saman við og smakkið til með salti og pipar.
 5. Skerið brauðið í skífur og stráið rifnum osti yfir. Ristið brauðið í ofni við 220°C þar til stökkt og osturinn er bráðnaður.
 6. Setjið restina af sveppunum ofan á toppinn á súpunni og skreytið með ferskum jurtum.
 7. Berið súpuna fram með ristuðu ostabrauðinu.

Uppskrift: Nadia Mathiasen

mbl.is