Lasagne sem mittismálið kvartar ekki undan

Slengið þessu á borðið! Við erum til í rétti sem …
Slengið þessu á borðið! Við erum til í rétti sem þennan allan janúar. mbl.is/Alt.dk_Maria Warnke Nørregaard

Allt sem minnkar mittismálið fer á vikumatseðilinn þessa dagana. Þetta gómsæta lasagne er hreint út sagt það allra besta sem þú býður fjölskyldunni upp á – hollt og frábærlega bragðgott.

Lasagne sem minnkar mittismálið

  • 750 g cherrý tómatar
  • 4 stór hvítlauksrif, marin
  • 2 msk. balsamikedik
  • Salt og pipar
  • 2 dl fersk basilika, gróflega söxuð
  • 500 g kotasæla
  • 500 g ferskt spínat, gróflega saxað
  • Lasagneplötur, ferskar
  • 1 kúrbítur
  • 45 g rifinn parmesan

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C á blæstri.
  2. Skerið tómatana til helminga og veltið þeim saman við hvítlauk, balsamikedik, salt og pipar. Setjið í eldfast mót og bakið í ofni í 12-15 mínútur þar til tómatarnir eru orðnir mjúkir.
  3. Hitið spínatið á þurri pönnu þar til það fellur saman.
  4. Blandið bökuðu tómötunum saman við basiliku, spínatið og kotasæluna. Smakkið til með salti og pipar.
  5. Skerið kúrbítinn í þunnar skífur.
  6. Leggið lasagneplötur í botninn á eldföstu móti sem passar í stærðina fyrir sirka 2 plötur í einu.
  7. Setjið 1/3 af fyllingunni í mótið og dreifið kúrbítsstrimlum yfir. Setjið þá annað lag af fyllingunni yfir og lasagneplötur þar ofan á. Því næst kemur restin af fyllingunni, kúrbítsstrimlar og rifinn ostur.
  8. Bakið í ofni í 20 mínútur.
  9. Berið fram og skreytið jafnvel með auka tómötum og ferskri basilikum.

Uppskrift: Alt.dk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert