Opna keilusal í miðbænum

Aðsóknarmet var slegið hjá Keiluhöllinni í Egilshöll á árinu 2019 samkvæmt tilkynningu frá Gleðipinnum, rekstraraðila hallarinnar. Aldrei í 35 ára sögu Keiluhallarinnar hafa jafn margir leikið þar keilu á einu ári.

Segir í tilkynningunni að 183.261 manns hafi sótt keiluhöllina á árinu sem svarar til rúmlega helmings landsmanna. Þá segir að Keiluhöllin hafi verið mest sótti keilusalur í Evrópu þetta sama ár, en þar er vísað til talningakerfisins Steltronic, sem tengt er alþjóðlegum talningakerfum. „Við erum þakklát okkar viðskiptavinum fyrir þessa frábæru aðsókn og höfum haft að markmiði að skapa hér aðstöðu sem er eins og best verður á kosið á heimsvísu, segir Andrea Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Keiluhallarinnar.

Heildarfjöldi er meiri

Andrea áréttar að þessi fjöldi sem kom í höllina á árinu séu einungis þeir viðskiptavinir sem spiluðu keilu, en samhliða er rekinn veitingastaðurinn Shake&Pizza og Sportbarinn. Þar fari fram fjölmargir viðburðir í hverjum mánuði. „Húsið er því alla jafna troðið af fólki og klárt mál að heildarfjöldi allra viðskiptavina okkar yfir árið er miklu meiri.“

Í tilkynningunni er einnig sagt frá því að Gleðipinnar muni opna nýja átta brauta Keiluhöll í gamla Nýló-salnum á jarðhæð Kex Hostel. Með opnun hennar verða keilubrautir á höfuðborgarsvæðinu því samtals þrjátíu.

Nýr salur eins og sá elsti

„Við sjáum fyrir okkur að mæta keiluþörfum íbúa í miðbænum og nágrenni sem hingað til hafa þurft að leggja á sig töluvert ferðalag til að komast í keilu í Reykjavík, og eins ferðamanna í miðbæ Reykjavíkur. Keiluhöllin nýja verður útlitslega í anda Kex Hostel og fyrirmyndin er elsti keilusalur sem starfræktur er í Los Angeles, Highland Park Bowl,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn af eigendum Gleðipinna, af þessu tilefni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »