Valinn besti umhverfisvæni tannburstinn

Jordan Green Clean var valinn besti umhverfisvæni tannburstinn í Politiken í lok nóvember. Dómarar voru Michael René, hreinlætissérfræðingur hjá University College Copenhagen, og Louise Thustrup frá tímaritinu SustainDaily, sem einbeitir sér að því að hjálpa lesendum að lifa umhverfisvænna lífi. Þau sögðu meðal annars að gripið á Green Clean væri þægilegt en burstinn væri þéttur og breiður. Auðvelt er að ná til allra tanna vegna lögunar hans.

Green Clean, umhverfisvænu tannburstarnir frá Jordan, hafa slegið í gegn hér á landi síðan þeir komu í verslanir í byrjun árs og hafa viðtökurnar verið framar björtustu vonum að sögn Andreu Björnsdóttur, markaðsstjóra Linday, sem flytur tannburstana inn.

Jordan Green Clean er unninn úr endurunnu plasti, tannhárin eru lífbrjótanleg og umbúðirnar úr endurunnum pappa þannig að hann tikkar í öll box auk þess sem hann er fáanlegur í einstaklega fallegum litum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert