Ertu að drepast úr D-vítamínskorti?

Svona líður mörgum þessa dagana.
Svona líður mörgum þessa dagana. Getty Images

Nú er dimmasti tími ársins og margir að farast úr almennu vetrarsleni og þunglyndi. En örvæntu eigi. Það eru allar líkur á að það vanti allt D-vítamín í þig þannig að út í búð með þig og náðu þér í góðan skammt af sólarvítamíninu undursamlega. Þess má geta að það er á tilboði í Hagkaup þessa dagana eins og flest vítamín og bætiefni undir sólinni.

Einkenni D-vítamínskorts
Sumir sem þjást af D-vítamínskorti finna ekki fyrir neinum einkennum. Aðrir finna fyrir einkennum eins og svefntruflunum, vöðvakrömpum, almennri þreytu, sársauka í liðum, sársauka eða máttleysi í vöðvum, erfiðleikum við að einbeita sér, höfuðverkjum, hægðatregðu eða niðurgangi og þvagfæratruflunum. Hér að neðan eru níu aðrir alvarlegir sjúkdómar sem geta tengst D-vítamínskorti:

 • Þú færð oft flensu eða annars konar veikindi
 • Þreyta og slen
 • Verkir í beinum og baki
 • Beinþynning
 • Getur leitt til þunglyndis
 • Sár taka lengri tíma að gróa
 • Aukið hárlos
 • Færð aukna verki í vöðvum líkamans

Enn aðrir vilja meina að D-vítamínskortur valdi:

 • Háum blóðþrýstingi
 • Astma
 • Hjartasjúkdómum
 • Tannholdssjúkdómum
 • Sykurskýki
 • Liðagigt
 • MS
Margir úða í sig vítamínum í gríð og erg.
Margir úða í sig vítamínum í gríð og erg. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is