Hamborgarinn sem allir eru að tala um

Hinn eini sanni Veganistu-borgari hefur slegið í gegn.
Hinn eini sanni Veganistu-borgari hefur slegið í gegn. mbl.is

Olræt - það er Veganúar og ansi margir eru að taka til í mataræðinu hjá sér þessa dagana eftir desembersukkið. Og það er bara frábært og ekki síst þegar úrvalið af alls konar hjartnæmu gúmmelaði er jafn gott og það er orðið.

Það er líka frábært þegar tvö stórveldi slá sér upp svo úr verður eitthvað stórkostlegt eins og í þessu tilfelli. Við erum að sjálfsögðu að tala um samstarf Hamborgarafabrikkunnar og Veganistanna (sem fyrir þá sem ekki vita eru tvær systur (Helga María og Júlía Sif ) sem eru vegan snillingar, elda stórkostlegan mat og voru að gefa út bók sem við eigum eftir að fjalla nánar um).

Um er að ræða hamborgara sem var sérhannaður fyrir Fabrikkuna af þeim stöllum en það er vegan borgari úr anamma-hakki, með sesambrauði, violife-osti, laukhringjum, Veganistusósu (inniheldur súrar gúrkur), sultuðum rauðlauk, tómötum og káli. Borgarinn er einstaklega góður og í tilefni veganúar verður hann á tilboði allan janúar á 2.000 krónur. 

Svo má ekki heldur gleyma hinni heimsfrægu vegan súkkulaðiköku þeirra systra sem einnig er komin á seðilinn. Undirrituð var töluvert efins þegar hún smakkaði kökuna en hún er algjörlega frábær og gott betur.

Hér má sjá súkkulaðikökuna ógurlegu sem er jafn bragðgóð og …
Hér má sjá súkkulaðikökuna ógurlegu sem er jafn bragðgóð og hún lítur út fyrir að vera. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert