Svona ferðu að því að losa þig við sykurinn

Það er sykur á ótrúlegustu stöðum og það í meira …
Það er sykur á ótrúlegustu stöðum og það í meira magni en okkur grunar. mbl.is/standard.co.uk

Gleðilegt ár kæru lesendur og velkomin í Heilsuhorn Kaju. Áramótin eru að baki og margir hafa sett sér markmið á nýju ári. Algengustu markmiðin eru að venju að létta sig, hætta einhverju eða bæta einhverju inn í sína daglegu rútínu. Markmiðin tengjast oftar en ekki því að bæta heilsu og vellíðan, sem er gott og gilt, en þegar líða tekur á árið renna markmiðin oftar en ekki út í sandinn sennilega sökum þess að þau voru of háleit og/eða of erfitt að fylgja þeim.

Í þessum pistli ætla ég að gefa nokkur góð ráð sem hafa það að markmiði að minnka sykurneysluna, ekki hætta henni alveg. Með því einu að velja hollari viðbættan sykur geturðu stórbætt heilsu þína og um leið minnkað sykurneyslu. Ef við byrjum á byrjunni ég legg til að þú lesir fyrstu tvo pistlana mína um viðbættan sykur til þess að þú verðir meðvitaður/meðvituð um hvað viðbættur sykur er og hvaða heiti hann hefur. Í framhaldi af þeim lestri skaltu setja þér markmið um hvaða viðbætta sykur þú ætlar að útiloka úr mataræði þínu og hvaða viðbætta sykri þú ætlar að halda inni. Ég mæli með að halda inni pálmasykri, hunangi og hlynsírópi. Þetta þrennt er náttúrulegur sykur sem inniheldur næringu að einhverju leyti. Þessi ákvörðun, þ.e. að henda út úr mataræðinu öllum hinum viðbætta sykrinum, kallar á mjög svo breyttan lífsstíl en samt sem áður geturðu gert þér glaðan dag með pálmasykri, hunangi og/eða hlynsírópi. Því að fá sér 70% súkkulaði með hrásykri ætti einnig að halda inni enda hefur það lítil áhrif á sykurpúkann. Skýringuna tel ég vera að með neyslu á 70% súkkulaði innbyrðir þú það mikla næringu að líkaminn segir sjálfkrafa stopp, þ.e. hátt hlutfall kakómassa verður náttúrulegur „sykurfíknarstoppari“.

Síðan er algjör skylda að lesa innihaldslýsingar þegar farið er að versla og sleppa þeim vörum sem innihalda þann sykur sem er í banni.

Þeir sem hætta í viðbættum sykri fara oft í það að fá sér þurrkaða ávexti og falla í þá gryfju að borða óhóflega af þeim. Til að koma í veg fyrir óhóf er besta ráðið að borða ætíð hnetur og/eða fræ með þurrkuðum ávöxtum því prótínið og næringin í hnetum og fræjum býr til þennan líkamlega „sykurfíknarstoppara“.

Fyrir kökufíklana er mjög gott ráð að nota heilhveiti 2/3 með hvíta hveitinu og lífrænan reyrsykur (hrásykur) í staðinn fyrir þann hvíta. Næringin og trefjarnar sem eru í heilhveitinu og að einhverju leyti í reyrsykrinum verða að hinum náttúrulega „sykurfíknarstoppara“.

Lífrænar kveðjur

Kaja

Karen Jónsdóttir hjá Kaja Organics og Matbúri Kaju.
Karen Jónsdóttir hjá Kaja Organics og Matbúri Kaju. Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »