Kryddbrauð sem ferðaðist til Danmerkur og til baka

Ekta íslenskt kryddbrauð eins og það gerist best.
Ekta íslenskt kryddbrauð eins og það gerist best. mbl.is/anneauchocolat.dk

Við vorum að vafra á netinu er við duttum niður á danska heimasíðu sem býður upp á uppskrift að íslensku kryddbrauði. Stofnandi síðunnar, Anneauchocolat, segist hafa fengið uppskriftina hjá íslenskum vinnufélaga sínum og mælir með að setja nóg af smjöri á brauðið áður en það er borðað.

Uppskriftin er eins einföld og hún getur verið og tekur augnablik í framreiðslu.

Kryddbrauð sem ferðaðist til Danmerkur og til baka

  • 3 dl haframjöl
  • 3 dl hveiti
  • 2 dl sykur
  • 2 tsk. kanill
  • ½ tsk. kardemommur
  • 1 tsk. natron
  • 3 dl mjólk

Aðferð:

  1. Blandið öllum þurrefnum saman, bætið síðan mjólkinni saman við og hrærið.
  2. Smyrjið bökunarform og hellið blöndunni þar ofan í.
  3. Bakið við 200°C í 45 mínútur.
mbl.is/anneauchocolat.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert