Léttist um 30 kíló á sex mánuðum með breyttu mataræði

Tyla - fyrir og eftir þyngdartapið.
Tyla - fyrir og eftir þyngdartapið. Ljósmynd/HealthyMummy.com

Við erum kannski að gera ykkur vitlaus þessa dagana með árangurssögum af fólki sem gerði breytingar á mataræði sínu og léttist heil ósköp en ef ekki í janúar - hvenær þá?

Hin ástralska Tyla eignaðist sitt annað barn fyrir um ári og var samanlagt búin að bæta á sig 30 kílóum. Hún var þar að auki með sjálfsónæmissjúkdóm sem olli vanvirkum skjaldkirtli sem útskýrði þyngdaraukninguna að hluta en ekki að öllu leyti þó.

Tyla ákvað að leita sér aðstoðar í febrúar í fyrra og skráði sig í matarprógramm, sérhannað fyrir mæður með börn á brjósti. Helstu breytingarnar voru að hún skipti sykruðu gosi út fyrir holla hristinga, borðaði minni skammta, hollari mat og hætti í skyndibita.

Þetta hljómar allt saman mjög einfalt en hún var líka hluti af lokuðum hópi á Facebook þar sem mikinn stuðning var að finna. Ef þið eruð að leita að slíkum hópi hér á landi má mæla með Motivation stelpur á Facebook. Snilldargrúppa!

Á sex mánuðum léttist Tyla um 30 kíló og endurheimti að eigin sögn sjálfstraustið. Hún segir það öllu máli skipta að hafa aðhald og stuðning. Það sé lykillinn að árangrinum.

Tyla segir að sér líði betur í eigin líkama og …
Tyla segir að sér líði betur í eigin líkama og að hún sé almennt hraustari og þróttmeiri með betra mataræði. Ljósmynd/HealthyMummy.com
mbl.is