Ertu matgæðingur á leið til Köben?

Viku veisla með mat og drykk mun byrja í lok …
Viku veisla með mat og drykk mun byrja í lok þessa mánaðar. 12 veitingastaðir í Tívolíinu í Kaupmannahöfn taka þátt. mbl.is/© Nimb PR

Helgarferðir til Kaupmannahafnar eru alltaf jafn góð hugmynd, og þeir sem eiga leið hjá nú á dögunum 31. janúar til 6. febrúar mega ekki láta þessa veislu fram hjá sér fara.

Það jafnast ekkert á við góða máltíð sem kitlar bragðlaukana. En síðasta dag janúarmánaðar og fyrstu vikuna í febrúar býðst þér að borða fínustu máltíðir stjörnuveitingahúsa fyrir lítinn pening.

Tívolíið í Kaupmannahöfn kynnir „Tivoli Dining Week“, þar sem 12 veitingastaðir opna dyrnar með gúrme mat á lágu verði. Hér getur þú fengið þriggja rétta máltíð fyrir litlar 215 danskar krónur eða tæpar 4.000 krónur íslenskar. Tilvalið tækifæri til að upplifa rétti sem þú hefur aldrei smakkað, til dæmis á veitingastað Nimb-hótelsins sem þykir einn sá flottasti í dag.

Eftirréttirnir á veitingastað Nimb-hótelsins eru engu öðru líkir eins og …
Eftirréttirnir á veitingastað Nimb-hótelsins eru engu öðru líkir eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. mbl.is/© Nimb PR
mbl.is