Vill að fólk sleppi morgunverði

Dr. Oz nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og hefur talað …
Dr. Oz nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og hefur talað fyrir bættri heilsu og almennri heilsuvitundarvakningu almennings.

Hinn eini sanni dr. Oz (sem er einn þekktasti sjónvarpslæknir Bandaríkjanna og vinur Opruh Winfrey) sagði nýverið að hans heitasta ósk fyrir árið 2020 væri að fólk hætti að borða morgunmat. Í kjölfarið bjó hann til myllumerkið #cancelbreakfast sem er að vekja verðskuldaða athygli.

Dr. Oz er ekki sá fyrsti sem heldur því fram að hefðbundinn morgunverður sé ofmetin máltíð en rök dr. Oz eru þau að fremur ætti að hlusta á líkamann og borða þegar þú finnur til hungurs. Það að vakna og byrja á að borða sé alls ekki það besta fyrir líkamann. Annað sem skipti jafn miklu máli er hvað þú borðar og hér leggur læknirinn áherslu á hollustu og góða næringu fyrir líkamann. Hann bendir jafnframt á að ef þú endar daginn á óhollustu kalli líkaminn á óhollan morgunverð vegna ójafnvægis í líkamanum. Því sé mikilvægt að vanda fæðuvalið, fara vel með líkamann og hlusta á hann.

Margir þeir sem eru á 17:7 eða 18:6 taka heilshugar undir það að morgunverður sé ofmetin máltíð og það sé ekkert mál að bíða með að fá sér að borða í nokkra klukkutíma. Reyndar geri það líkamanum gott að vera ekki alltaf á meltunni en hér sýnist auðvitað sitt hverjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert