Besta leiðin til að þrífa ryðfrítt stál

Skotheldu leiðina til að þrífa ryðfrítt stál má sjá hér …
Skotheldu leiðina til að þrífa ryðfrítt stál má sjá hér fyrir neðan. mbl.is/Colourbox

Það  er nánast ómögulegt að reyna halda einhverju hreinu og fínu til lengri tíma – sérstaklega ef hluturinn er í notkun það er að segja. Og þetta hefur ekkert með gæði vörunnar að gera.

Við þurfum að hugsa vel um hlutina okkar til að þeir endist lengur og þá er mikilvægt að þrífa hlutina rétt, því annað gæti farið illa.

En til þess að ná aftur þessum flotta gljáa á pottum og jafnvel viftunni í eldhúsinu þá er þessi blanda alveg skotheld.

  • Blandið 1 dl af rapsolíu saman við 3 dl af spritti.
  • Helltu blöndunni í örtrefjaklút og þurrkaðu yfir græjuna.
  • Þurrkaðu á eftir með hreinum mjúkum klút eða viskastykki.
mbl.is/Colourbox
mbl.is