Tæplega 50 kíló farin - gerði það fyrir sjálfa sig

mbl.is/

Heimsbyggðin stendur á öndinni yfir þyngdartapi söngkonunnar Adele eins og við vitum flest og nú berast þær fregnir að samkvæmt heimildarmanni sé söngkonan búin að léttast um tæplega fimmtíu kíló og hún hafi gert það fyrir sjálfa sig.

Að sögn heimildarmannsins var þetta ákvörðun sem Adele tók til að vera betur á sig komin líkamlega. Hún hafi því dregið úr neyslu áfengis og bætingu mataræðisins, auk þess að hreyfa sig meira. Hún sé hæstánægð með breytinguna á sér og sér líði bæði betur auk þess sem hún sé sjálfsöruggari. Hvort það sé rétt eða hvort það veiti eitthvert sérstakt sjálfsöryggi að grennast skal ósagt látið.

Við seljum þetta auðvitað ekki dýrar en við keyptum en fréttin er fengin frá Fox News. Hitt er þó víst að Adele hefur lést mikið undanfarna mánuði en hvort það er afleiðing meðvitaðara lífsstílsbreytinga eða skilnaðarblús skal ósagt látið.

mbl.is