Þess vegna eru eggjarauður mislitar

Hefurðu tekið eftir að rauðan getur verið mislit?
Hefurðu tekið eftir að rauðan getur verið mislit? mbl.is/Colourbox

Kannski ertu ekkert að velta þessu fyrir þér en þetta hefur oft fengið okkur til að hugsa – af hverju eggjarauður geta verið mismunandi á litinn.

Mislitar eggjarauður – merkir það eitthvað? Svarið við spurningunni er já, en það hefur ekkert með næringargildið að gera. Í raun fer litapallettan í rauðunum allt eftir því hvað hænan var að borða áður en hún verpti egginu. T.d. ef hæna borðar korn verður rauðan ljósgul á lit en ef fóðrið inniheldur mikið karótín verður rauðan dekkri.

En þegar allt kemur til alls innihalda eggin sömu vítamín og orku. Það gæti þó verið smá bragðmunur, en ekkert sem þú tekur sérstaklega eftir. En kannski áhugavert að hafa í huga hér eftir þegar þú slærð næst út eggi og sérð rauðuna í egginu.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert