Snjalla leiðin til að kveikja á kertum

Þú getur kveikt á sprittkertum með spaghettíi - ótrúlegt en …
Þú getur kveikt á sprittkertum með spaghettíi - ótrúlegt en satt. mbl.is/Coilourbox

Við erum enn þá stödd á þeim tíma árs þar sem skammdegið ræður ríkjum og við kveikjum óspart á kertum. En svona getur þú kveikt á kertum án þess að nota eldspítur.

Nú erum við ekki að tala um að taka upp kveikjarann því hann getur ekki bjargað okkur í þessu tilviki. En við höfum eflaust öll lent í því að kveikja á sprittkerti og reynt að leggja það aftur í kertastjakann eins varlega og við getum en kertið slæst til og það slokknar á því – því kertastjakinn er hreinlega of djúpur.

Í slíkum tilfellum eru snjallar húsmæður og -feður landsins ekki í neinum vandræðum með hvað gera skal. Þú dregur einfaldlega fram spaghettí — kveikir í endanum á spaghettíinu og kveikir þannig á sprittkertinu vandræðalaust. Best er að taka fram að spaghettíið á alls ekki að vera soðið ef einhver er í vafa.

mbl.is/Coilourbox
mbl.is