Allar pítsur á 1.500 krónur fram á fimmtudag

Blackbox-pítsurnar þykja mikið sælgæti.
Blackbox-pítsurnar þykja mikið sælgæti.

Pítsustaðurinn Blackbox fagnar tveggja ára afmæli sínu nú á miðvikudaginn 22. janúar og af því tilefni verða allar pítsur á 1.500 krónur fram á fimmtudag.

Að sögn Jóns Gunnars Geirdal, eins eigenda Blackbox, hafa þessi tvö ár verið sannkallað ævintýri. „Í fyrsta skipti á Íslandi gastu loksins fengið þér eldbakaða pizzu án þess að bíða eftir henni í óratíma. Rokkstjarna Blackbox er einstakur pizzaofn sem eldbakar pizzuna á aðeins tveimur mínútum — súrdeigsbotninn er svo samviskulaust sælgæti sem setur þig ekki í sófann að máltíð lokinni,“ segir Jón Gunnar og eins og heyra má er frasakóngur Íslands í miklum ham.

„Blackbox hefur líka þá sérstöðu að hvert einasta hráefni er sérvalið af Karli Viggó Vigfússyni, annars stofnenda Blackbox, en hann er gæðasnillingur par excellance með tólf ára kokkalandsliðsreynslu. Gott dæmi um þetta er parmaskinkan okkar sem kemur í heilum lærum og er fínskorin á staðnum í ítalskri skurðarvél ofan á hverja einustu Parma Rucola pizzu, sem er ein vinsælasta pizzan á Blackbox. Andalærispizzan hefur líka slegið í gegn — marinerað andarconfit, toppað með eplum og black garlic mayo!“ bætir Jón Gunnar við.

„Á þessum tveimur árum er búið að eldbaka tugi þúsunda sælkerapizza og hefur þetta verið ótrúlegt ferðalag og erum við botnlaust þakklátir pizzu-elskandi viðskiptavinum okkar sem hafa verið einstakir. Við eigum virkilega sterkan kjarnahóp fastakúnna sem okkur þykir ótrúlega vænt um — margir hverja koma oft í viku til okkar, hvort sem er í hádeginu eða á kvöldin. Í afmælisvikunni ætlum við að gleðja viðskiptavini okkar með BLACKÁT, allar pizzur á aðeins 1.500 kr. frá sunnudeginum 19. janúar til og með fimmtudeginum 23. janúar. Við ætlum að bjóða upp á lifandi tónlist með uppáhaldstónlistarmönnunum okkar og margt fleira. Mælum með því að fólk fylgist extra vel með Blackbox á bæði Instagram @blackboxpizzeria og Facebook í skemmtilegri afmælisviku.“

Á myndinni eru Jón Gunnar Geirdal og Karl Viggó Vigfússon, …
Á myndinni eru Jón Gunnar Geirdal og Karl Viggó Vigfússon, stofnendur Blackbox, ásamt meðeiganda sínum, Jóhannesi Ásbjörnssyni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert