Flækingshundur fær Subway á hverju kvöldi

Heimilislausi hundurinn Sally dó ekki ráðalaus heldur hún hóf að venja komur sínar á Subway-stað nokkrum í bænum Portales í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum. Starfsmennirnir gáfu henni alltaf afganga í lok dags og í heilt ár hefur þessi siður haldist.

Einn starfsmanna staðarins ákvað að mynda heimsóknina eitt sinn og deildi á TikTok. Morguninn eftir höfðu yfir 10 milljón manns horft á myndbandið og var hundurinn á allra vörum. Var hún skírð hinu viðeigandi nafni Subway Sally og hafa starfsmenn veitingastaðarins lofað að hætta ekki að gefa henni. Að auki hefur Subway sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem gjörðum starfsmanna er hrósað.

Mikil fátækt er í Portales og mikið um útigangsdýr. Starfsmaðurinn sem tók upp myndbandið og hefur að mestu séð um að gefa Sally sagðist sjálftur ekki geta tekið hana þar sem hann væri með ketti heima hjá sér. Hann hefði íhugað að fara með hana í dýraathvarf sem væri nærri en þar væru alltof mörg dýr aflífuð og það hefði því ekki komið til greina.

En internetstjarnan Sally er komin til að vera og það verður áhugavert að fylgjast með henni í framtíðinni.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert