Svona nærðu vondri lykt úr þvottavélinni

Góð þvottavél er gulli betri.
Góð þvottavél er gulli betri.

Á dögunum var einn áhugaverðasti spjallþráður síðari ára í gangi í Facebook-hópnum Þrifatips. Þar leitaði kona ráða sem hafði þvegið rúmföt sem innihéldu ælu og mánuði síðar hafði hún ekki enn náð lyktinni burt. Svo vond var lyktin að viðkomandi var ráðalaus og leitaði því til hópsins

Hún hafði reynt flest. Rodalon virkaði ekki né hefðbundin hreinsiefni, klór eða suðuþvottur. Lyktin versnaði ef eitthvað var.

Búið var að taka vélina í sundur eins og kostur var, þrífa allar gúmmífóðringar og þar fram eftir götunum.

Þá stakk einn félagi hópsins upp á því að nota uppþvottavélatöflu.

Þetta var prófað og viti menn — það virkaði. Vélin er laus við alla lykt og allt er orðið eins og það átti að vera.

Hér eru nokkur mikilvæg atriði til að hafa í huga:

  • Rodalon missir virknina við 50 gráður og virkar því eingöngu takmarkað.
  • Ekki má nota uppþvottalög — þá freyðir allt út um allt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert