Klassískt matarstell fær upplyftingu

Dásamlega fallegir litir í nýju matarstelli frá Lyngby.
Dásamlega fallegir litir í nýju matarstelli frá Lyngby. mbl.is/© Lyngby Porcelæn

Póstulínsframleiðandinn Lyngby hefur kynnt nýtt og litríkt matarstell til sögunnar sem mun setja stemninguna á borðið.

Hvítt og klassískt – það eru nákvæmlega orðin til að lýsa matarstellinu Rhombe sem framleitt er af Lyngby Porcelæn, en fyrirtækið hefur í samstarfi við Stilleben fært það í nýjan búning. Við erum að sjá stórkostlega litapallettu!

Stilleben er þekkt fyrir að reka tvær verslanir í Kaupmannahöfn en konurnar sem standa á bak við versluninna hafa komið víða við þegar kemur að því að hanna alls kyns vörur. Þær hönnuðu meðal annars hinn þekkta röndótta Omaggio-vasa sem við þekkjum svo vel.

Og nú má sjá matarstellið í nútímaútgáfu – sem hæfir nýjum áratug ansi vel. Stellið verður fáanlegt frá og með miðjum febrúar.

Nýju litina hannaði teymið sem stendur á bak við Stilleben-verslanirnar …
Nýju litina hannaði teymið sem stendur á bak við Stilleben-verslanirnar í Kaupmannahöfn. mbl.is/© Lyngby Porcelæn
mbl.is/© Lyngby Porcelæn
Stellið er í raun ekki alveg nýtt en hefur hingað …
Stellið er í raun ekki alveg nýtt en hefur hingað til eingöngu verið fáanlegt sem hvítt á litinn. mbl.is/© Lyngby Porcelæn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert