Geggjuð uppskrift að spaghettí carbonara

Stórgóður réttur! Spaghettí carbonara af bestu gerð.
Stórgóður réttur! Spaghettí carbonara af bestu gerð. mbl.is/alt.dk_Thomas Hergaard

Við bjóðum þessa dásamlegu uppskrift að hversdagsmat kærlega velkomna á borðið. Spaghettí carbonara eins og þú færð á Ítalíu og getur svo sannarlega ekki klikkað.

Fínasta uppskrift að spaghettí carbonara

 • 250 g ferskt pasta (eða þurrt)
 • 125 g beikon
 • 250 g ferskt spínat
 • 2-3 egg
 • 2-3 msk. mjólk eða rjómi
 • 50 g parmesan
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Steikið beikonið stökkt á pönnu og leyfið fitunni að leka af á eldhúsrúllu.
 2. Pískið egg saman við mjólk eða rjóma og rifinn parmesan.
 3. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum. Setjið spínatið út í vatnið síðustu mínútuna af suðutímanum. Hellið síðan vatninu af.
 4. Með pastað og spínatið enn þá í pottinum, bætið söxuðu beikoni saman við og eggjablöndunni. Smakkið til með salti og pipar.
 5. Berið strax fram með extra parmesan og góðu brauði.

Uppskrift: Hendes Verden

mbl.is