Ofnbakaður kjúklingur í rjómasveppasósu

mbl.is/

Þessi ofnbakaði kjúklingaréttur er algjör snilld enda fremur auðveldur í framkvæmd sem er akkúrat það sem við viljum sem oftast — að minnsta kosti hversdags! Það frábæra við hann er að börn eru sérlega sólgin í hann og því kemst hann fljótt á uppáhaldslista heimilisins ef að líkum lætur. 

Ofnbakaður kjúklingur í rjómasveppasósu

Fyrir ca. fjóra

  • 600-800 g kjúklingalundir eða kjúklingabringur frá Ali (gott að skera þær í aðeins minni bita)
  • 250 ml rjómi (lítil ferna)
  • 1 askja sveppir
  • 1 laukur
  • 1 pakki fløtesaus (rjómasósa) frá TORO
  • 1 pakki sveppasósa frá TORO
  • Bezt á kjúklinginn eða annað gott kjúklingakrydd

Aðferð:

  1. Kryddið kjúklinginn með Bezt á kjúklinginn (eða öðru góðu kjúklingakryddi) og léttsteikið á pönnu.
  2. Raðið kjúklingabitunum í eldfast mót.
  3. Skerið sveppina í sneiðar, saxið laukinn, steikið upp úr smjöri og hellið yfir kjúklingabitana.
  4. Hellið 500 ml af vatni og 250 ml af rjóma í pott og hrærið fløtesaus og sveppasósunni (innihaldi pakkanna) út í.
  5. Fáið suðuna rólega upp og hrærið reglulega á meðan. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og bakið í ofni í um 20 mín á 180°C.
  6. Berið fram með hrísgrjónum og fersku salati.
mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert