Brjálæðislega gott rjómapasta með stökkum raspi

Rjómapasta sem þú munt ekki geta hætt að borða.
Rjómapasta sem þú munt ekki geta hætt að borða. mbl.is/Goodhousekeeping.com

Mjúkt pasta og stökkur brauðrasp er geggjað kombó! Hér færðu frábæran pastarétt sem nærir líkama og sál – nákvæmlega það sem við þurfum á þessum janúardögum.

Rjómapasta með stökku raspi (fyrir 4)

  • Brokkolíhaus, skorinn í litla bita
  • Ólífuolía
  • 1 stórt hvítlauksrif, marið
  • 1 rauður chili
  • Kosher-salt og pipar
  • Tagliatelle
  • ¼ bolli panko
  • 1 msk. raspaður sítrónubörkur
  • 3 msk. nýkreistur sítrónusafi
  • ¼ bolli sýrður rjómi

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 220°C og setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
  2. Veltið brokkolí upp úr 2 msk. af ólífuolíu, hvítlauk, hálfum chili og ½ tsk af salti. Setjið á bökunarplötuna og ristið í ofni í 15 mínútur.
  3. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum. Geymið ¾ bolla af pastavatninu til hliðar og hellið restinni af.
  4. Blandið saman í skál, panko, 1 msk. af ólífuolíu, helmingi af chili og raspaða sítrónuberkinum.
  5. Búið til smá pláss á bökunarplötunni hjá brokkolíinu og dreifið panko-blöndunni þar á. Ristið í 5-6 mínútur til viðbótar þar til brokkolíið er orðið mjúkt og pankoið gyllt á lit.
  6. Veltið pastanu upp úr sítrónusafa, sýrðum rjóma og ¼ af pastavatninu – bætið við pastavatni ef pastað virðist vera þurrt. Veltið brokkolíinu saman við og stráið panko krumlunum yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert