Stórfurðulegar staðreyndir um klósettsetur

mbl.is/Colourbox

Ertu í hópi þeirra sem klæða klósettsetuna í salernispappír á almenningssalernum? Vegna þess að þú hefur ekki geð á því að setjast á klósett sem þú ekki þekkir. Ef þú ert þessi týpa – þá skaltu fylgast vel með hér.

Staðreyndin er sú að klósettsetur eru í raun hannaðar til að hrinda frá sér bakteríum. Slétt yfirborðið og lögun setunnar gerir bakteríum erfiðara fyrir að festa sig. Klósettsetur eru í raun svo vel hannaðar að þær eru oftar en ekki hreinni en eldhúsvaskur á flestum heimilum.

Klósettpappírinn er sökudólgurinn
Klósettpappírinn sjálfur er vandamálið! Ef yfirborð pappírsins er gróft erum við að horfa á fullkominn felustað fyrir bakteríur. Og ef þú hugsar út í hvar klósettpappírinn er staðsettur miðað við klósettskálina sjálfa er greið leið þarna á milli. Við höfum oft lesið og heyrt um þegar bakteríur fara á flug eftir að sturtað er niður í dollunni og þá sérstaklega ef klósettsetan er ekki niðri – þá eru þær duglegar að dreifa sér.

Ef þú setur klósettpappír á setuna...
Næst þegar þú ferð á almenningssalerni og hylur setuna með klósettpappír áður en þú sest niður ertu í raun að setjast á mun fleiri bakteríur en þú hefðir annars gert með því að setjast beint á setuna. Þar fyrir utan er húðin okkar góð í að halda óþarfa bakteríum í góðri fjarlægð. Og stóra áfallið í þessu öllu saman er að flestallar bakteríurnar sem liggja á klósettsetunni má finna nú þegar í líkamanum okkar.

Setur þú klósettpappír á setuna inn á almenningssalernum?
Setur þú klósettpappír á setuna inn á almenningssalernum? mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert