Robert Downey Jr. skiptir um mataræði

Robert Downey Jr.
Robert Downey Jr. AFP

Heimurinn er að breytast og ansi margir með honum. Stórleikarinn Robert Downey Jr. tilkynnti það á frumsýningu nýjustu myndar sinnar, Dr. Doolitle, að hann væri orðinn grænmetisæta og með öllu hættur að borða kjúkling.

Eiginkona hans, Susan Downey, staðfesti þessi tíðindi en að öðru leyti ræddu þau mataræði hans ekki frekar. Í sjálfu sér er þetta nauðaómerkileg frétt ef ekki væri fyrir það vaxandi trend að skipta yfir í veganisma en nýjasta dæmið um þetta var þegar Golden Globe-verðlaunin voru afhent um daginn og eingöngu vegan matur var í boði (og íslenskt vatn!).

Robert Downye Jr. og eiginkona hans Susan Downey. Myndin er …
Robert Downye Jr. og eiginkona hans Susan Downey. Myndin er úr safni og Susan ekki með barni eftir því sem við best vitum. AFP
mbl.is