Einn áhrifamesti maður heims borðar aðeins eina máltíð á dag

Jack Dorsey er 43 ára gamall og hugsar einstaklega vel …
Jack Dorsey er 43 ára gamall og hugsar einstaklega vel um líkama og sál.

Tæknimógúllinn og forstjóri Twitter, Jack Dorsey, er áhugaverður maður. Hann lifir afskaplega skipulögðu lífi þar sem hvert smáatriði er útpælt. Hann er mikill áhugamaður um heilbrigðan lífsstíl og hvernig hann hámarkar eigin getu og afköst á hverjum degi.

Hann hugleiðir í tvo tíma á dag, gengur í vinnuna, stundar skorpulíkamsrækt og borðar eingöngu eina máltíð á dag.

Að hans sögn hefur það margfaldað einbeitingu hans en á þessum tímapunkti er ekki vitað hvort hann drekkur eingöngu vatn yfir daginn eða hvort hann fær sér drykki sem innihalda næringu. Hann borðar alltaf kvöldmat og reyndir þá að blanda saman próteini og grænmeti.

Í þessum podcastþætti fer hann yfir sögu sína og þar kennir ýmissa grasa enda áhugaverður einstaklingur með eindæmum.

mbl.is

Bloggað um fréttina